Upplifun viðskiptavina

Hvert einasta góðgerðafélag sem við þjónustum vinnur einstakt og mikilvægt starf. Fjölbreytt málefni krefjast ólíkrar nálgunar og hvetja okkur til að þróa nýjar hugmyndir og spennandi leiðir í allri okkar vinnu. Allt byggir þetta á áreiðanlegri fjáröflun og aðferða og ferla sem við höfum þróað. Viðskiptavinir okkar eru traust góðgerðafélög sem velja að eiga í árangursríku, skapandi og faglegu langtíma samstarfi við Takk.

Erna Reynisdóttir

Former executive director of Barnaheill – Save the Children Iceland

„Í okkar huga er Takk ekki bara þjónustuaðili heldur traustur samstarfsfélagi sem tekur fullan þátt í velgengni okkar og hefur mikinn áhuga á starfinu. Við getum leitað til þeirra eftir ráðgjöf eða til þátttöku í hverskonar hugmyndavinnu og við eigum mjög ánægjulegt samstarf. Takk hefur algjörlega breytt fjáröflunarstarfi okkar til hins betra á undanförnum árum og það hefur verið okkur sönn ánægja að vinna með þessum faglega og skemmtilega hópi fólksins í Takk teyminu.“

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir

talskona Stígamóta

„Fjáröflunarstarfið okkur færðist upp á hærra stig með þekkingu og sérhæfðri nálgun starfsfólks Takk. Stuðningur mánaðarlegra styrktaraðila hefur aukist verulega og Takk gegnir þýðingarmiklu hlutverki við að stækka styrktarsamfélagið okkar með því að vinna með okkur að hverskonar átaksverkefnum og vitundarvakningu auk þess sem þau hlúa að þeim sem þegar eru hluti af styrktarsamfélaginu okkar. Samstarfið við Takk hefur gefið okkur aukið rými og tækifæri til að einbeita okkur að grunnstarfi samtakanna – að veita ókeypis ráðgjöf í fullum trúnaði fyrir eftirlifendur kynferðisofbeldis.“

Sonja Huld Guðjónsdóttir

fjáröflunarstjóri Amnesty International Ísland

„Það var mikið gæfuspor fyrir okkur að hefja samstarf við Takk. Með því að setja hluta fjáröflunarstarfsins í þeirra hendur fengum við meira svigrúm til að einbeita okkur að öðrum þáttum í okkar starfi. Kynningar á fjölförnum stöðum er ný nálgun fyrir okkur í fjáröflunarstarfi sem Takk hannaði fyrir okkur og hefur reynst afar vel við öflun nýrra styrktaraðila og til að vekja athygli á málstað og starfi Amnesty.“

Kristján Þór Harðarson

Icelandic association for search, rescue & injury prevention

„Takk er og hefur verið mikilvægur hluti af fjáröflunarteymi okkar í meira en áratug. Sérþekking þeirra, metnaður og frumkvæði hefur gert okkur kleift að byggja upp öflugt styrktarsamfélag á innan við 10 árum sem telur núna fleiri en 32.000 mánaðarlega styrktaraðila. Þau búi yfir mikilli sérhæfingu þegar kemur að langtíma sambandi við styrktaraðila og þjónusta Takk fer iðulega fram úr okkar væntingum, sama hvort um er að ræða öflun nýrra styrktaraðila og samskipti við þá eða hvers konar ráðgjöf.“

Gradient-line