Hvað er Takk?

Góðgerðafélög eru magnað fyrirbæri. Á hverjum degi lyfta þau grettistaki í þágu sinna skjólstæðinga og leggja sitt af mörkum til að breyta heiminum til hins betra. En stór forsenda fyrir þeirra starfsemi er stuðningur almennings sem velur að tengjast félaginu og málstað þess og styrkja það með mánaðarlegu fjárframlagi. Og þá kemur Takk til sögunnar.

Takk er íslenskt fyrirtæki með yfir 20 ára reynslu af þjónustu við almannaheillafélög. Hjá okkur starfa fleiri en 50 manns og í sameiningu þjónustum við yfir 25 góðgerðafélög. Við byggjum upp og aðstoðum við mótun smærri og meðalstórra góðgerðafélaga á Norðurlöndunum.

Með okkar þjónustu gefst félögunum aukið svigrúm til að sinna sínu grunnhlutverki hvort sem það snýst um velferð fólks, dýra eða náttúrunnar. Fjáröflunarhluti rekstursins og umönnun mánaðarlegra styrktaraðila í góðum höndum hjá okkur.

Gradient-line